Afmælisráðstefna Landvarðafélags Íslands

13052531 10153827559854457 606094693 o

13052531 10153827559854457 606094693 o

 

Í tilefni af 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands heldur félagið ráðstefnu 4.maí næstkomandi og er aðgangur ókeypis og öllum opin. Í hádegishléi býðst ráðstefnugestum að kaupa mat og er verðið 2000 kr fyrir félagsmenn en 2500 kr fyrir aðra gesti.

Ráðstefnustjóri: Hrafnhildur Ævarsdóttir, landvörður

 

Húsið opnar og skráning 9:00
Dagskrá hefst kl. 9.30

 

Dagskrá:
  9:30 –  Linda Björk Hallgrímsdóttir formaður félagsins setur ráðstefnuna (10 mín)
  9:40 – Fyrrverandi formaður Landvarðafélagsins – Sigríður Ingólfsdóttir (30 mín)
10:10 – Starfandi landverðir – Hákon, Kári, Katrín (30 mín)
10:40 – Samskipti – Sara Hrund Signýjar (20 mín)

HLÉ (15 mín)

11:15 – Vegalandvarsla: – Hrönn Guðmundsdóttir (20 mín)
11:35 – Uppruni, þróun og einkenni íslenska lífríkisins – Snorri Baldursson (20 mín)
11:55-  Landverðir – ábyrgðin að vera góð fyrirmynd – Snjólaug Ólafsdóttir

HÁDEGISHLÉ  Kl. 12:15-13.15
Ljúfir tónar

Ráðstefnugestir velja hvað málstofu/vinnustofur þeir vilja sækja:

Málstofa/Vinnustofa Kl. 13:15-14:15    
Kjaramál. Kjarnefnd stýrir umræðum                  

Endurmenntun Landvarða (Jón Björnsson) -Þróun Landvarðanámskeiða og hvert stefnir

Vinnustofa Kl. 14:30-16:00    
Haldið utan dyra:
Náttúrutúlkun Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir  

Útieldun – Ásta Bjarney

Skráning fer fram hér og lýkur 1. maí: Skráning

 

Ráðstefnan fer fram í veislusalnum í Hraunbyrgi, Hjallabraut 51, 220 Hafnarfirði (við Víðistaðatún)