Warriors & Wildlife

fílarDaniel Sambu Maasai Warrior og landvörður frá Chyulu Hills í Kenýa ásamt fyrrum landverði frá Ástralíu og núverandi formanni alþjóðlega landvarðafélagsins (IRF) og stofnandi The Thin Green Line Foundation, Sean Willmore verða á Íslandi núna í byrjun júní.

Landvarðafélag Íslands í samvinnu við Gaia nemendafélag mastersnema í Umhverfis- og auðlindafræði stendur fyrir opnum fundi með Daniel og Sean.

Þeir munu deila reynslu sinni af baráttunni gegn veiðiþjófnaði og verndun dýralífs ásamt því að segja magnaðar sögur af dýralífinu og kynnum sínum af veiðiþjófum.

Þeir munu jafnframt segja frá hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir veiðiþjófnað.

Dagsetning: laugardaginn 4. júní
Tímasetning: 13:00 – 14:00
Staðsetning: Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda

Vonumst til að sjá þig.

Landvarðafélag Íslands, Gaia og The Thin Green Line Foundation