Á þeim merku tímamótum laugardaginn 3. nóvember 2007. var haldinn stofnfundur samtaka náttúru- og útiskóla, SNÚ. Stjórnin tók þá ákvörðun að mæta á stofnfundinn og var Landvarðafélagið skráð sem eitt af stofnfélögum ásamt 88 öðrum einstaklingum, félögum og stofnunum. Sem undirbúningur fyrir inngöngu í félagsins í SNÚ, ákváðum við að kynna okkur Náttúruskóla Reykjavíkur sem… Continue reading Vel heppnaður stofnfundur SNÚ
Category: Fréttnæmt frá 2007
Stofnfundur Samtaka náttúru- og útiskóla (SNÚ)
Dagskrá 10:00 Setning Ávarp ráðherra – Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra 10:20 Náttúran – skynjun og skilningur Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði 10:50 Annað hvort tölum við íslensku eða förum út Smári Stefánsson, aðjúnkt í útivist við KHÍ 11:20 Náttúrutúlkun Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum 11:50 Stofnfundur SNÚ Hádegishlé 13:30 Kynningar á fræðsludagskrá í… Continue reading Stofnfundur Samtaka náttúru- og útiskóla (SNÚ)
The Thin Green Line – Heimildarmynd um störf landvarða
Fimmtudaginn 13. september kl. 20 stendur Landvarðafélag Íslands fyrir sýningu á heimildarmyndinni „The Thin Green Line“ sem fjallar um störf landvarða víðsvegar um heiminn. Sýningin fer fram í Norræna húsinu og verður höfundur myndarinnar viðstaddur og svarar spurningum að lokinni sýningu. Ástralski landvörðurinn Sean Willmore seldi bílinn, veðsetti húsið og ferðaðist til 19 landa í… Continue reading The Thin Green Line – Heimildarmynd um störf landvarða
Skaftafellsþjóðgarður fertugur
Þann 15. september nk. verða 40 ár liðin frá stofnun Skaftafellsþjóðgarðs. Af því tilefni verður afmælisdagskrá í Þjóðgarðinum þar sem ýmislegt verður í boði (sjá dagskrá). Við hvetjum sérstklega alla landverði sem unnið hafa í Skaftafelli að koma og njóta dagsins með okkur. Starfsfólk Skaftafellsþjóðgarðs.
Fyrsti alþjóðadagur landvarða
Á alþjóðaráðstefnu landvarða sem var haldin í Skotlandi í fyrra var ákveðið að 31. júlí ár hvert yrði alþjóðadagur landvarða. Fyrsti alþjóðadagurinn er nú í ár haldinn á 15 ára afmæli alþjóðafélagsins The International Ranger Federation sem Landvarðafélag Íslands er aðili að. Í tilefni dagsins er í mörgum löndum frumsýnd myndin “The Thin Green Line”… Continue reading Fyrsti alþjóðadagur landvarða
Landvarðastefna í Rúmeníu – Síðustu forvöð að skrá sig!
Á morgun 15. júní eru síðustu forvöð að skrá sig á Landvarðastefnu evrópskra landvarða í Rúmeníu í haust! Landvarðastefnan verður haldin í Rúmeníu 17.-21. septemer. Dagskráin er mjög spennandi og einnig ferðirnar sem þeir rúmensku bjóða uppá eftir ráðstefnuna. Skráningareyðublað er hér og það má senda á netfangið rangers_training@retezat.roÞetta netfang er varið fyrir amapóstvélmennum, þú… Continue reading Landvarðastefna í Rúmeníu – Síðustu forvöð að skrá sig!
Skotlandsferðarkynning 15. febrúar
Landverðir! Takið frá fimmtudagskvöldið 15. febrúar! Eins og landvörðum er sjálfsagt kunnugt þá lagði frækinn hópur landvarða upp í ráðstefnuferð til Skotlands síðastliðið sumar, nánar tiltekið á alþjóðaráðstefnu landvarða á vegum the International Ranger Federation (IRF). Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Sterling og stóð yfir í viku. Þangað komu landverðir hvaðanæva úr heiminum, allt… Continue reading Skotlandsferðarkynning 15. febrúar
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands
AÐALFUNDUR LANDVARÐAFÉLAGS ÍSLANDSVerður haldinn þriðjudaginn 27. mars 2007, kl: 19:00 FUNDARSTAÐURLækjarbrekka, (salur uppi)Bankastræti 2, Reykjavík DAGSKRÁVenjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá4. Lagabreytingar5. Ákvörðun félagsgjalda6. Kosning stjórnar7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda8. Önnur mál Ellý K. Guðmundsdóttir… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands
Danmörk þátttakendur
Kæru landverðir, Nú er orðið ljóst hverjir verða þátttakendur í námskeiðsferð til Danmerkur í sumar. Eftirfarandi einstaklingar hafa tilkynnt þátttöku: Ásta Davíðsdóttir Þórunn Sigþórsdóttir Soffía Helga Valsdóttir Friðrik Dagur Arnarson Dagný Indriðadóttir Laufey Erla Jónsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Steinunn Hannesdóttir Áki Jónsson Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Aurora G. Friðriksdóttir (Elísabet Kristjánsdóttir) Ég vil biðja ykkur um að… Continue reading Danmörk þátttakendur
Kynning á ráðstefnuför landvarða til Skotlands síðasta sumar
Kæru landverðir, Ég vil minna ykkur á Skotlandsferðarkynninguna sem haldin verður á fimmtudagskvöldið 15. febrúar kl. 20:30 í húsakynnum Umhverfisstofnunar. Þar verður skýrt frá ferðinni í máli og myndum og því kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki gátu farið með að kynna sér það sem fór fram. Ráðstefnan var afar fróðleg og ekki síst lærdómsríkt… Continue reading Kynning á ráðstefnuför landvarða til Skotlands síðasta sumar
Ýli vantar ritstjóra
SOS !!! Ágætu landverðir það vantar ritstjóra að Ýli sem allra allra fyrst! Ritstjóri Ýlis er nú búsettur á öræfum Íslands, þar sem nettenging er af skornum skammti en útilegumenn á hverju strái. Vegna þessa hefur Ýlir ekki borist til byggða og hefur ritstjórinn (hún Elísabet okkar í Möðrudal) gefist upp á nettengingunni. Því er… Continue reading Ýli vantar ritstjóra
Námskeið í náttúrutúlkun í Danmörku
Kæru landverðir, Eins og ykkur flestum er kunnugt þá brá hópur landvarða undir sig betri fætinum í sumar og fór á alþjóðlega ráðstefnu landvarða (International Ranger Federation) í Skotlandi. Þar kynntumst við ýmsum góðum landvörðum hvaðanæva úr heiminum og þar á meðal Dönum. Við hrifumst mjög af starfi Dananna þar sem mikil áhersla er á… Continue reading Námskeið í náttúrutúlkun í Danmörku
Fyrirlestur um náttúrutúlkun hjá UST
Þriðjudaginn 16. janúar kl. 17:00 býður Umhverfisstofnun upp á fyrirlestur um náttúrutúlkun, á 5. hæð í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð UST. Fyrirlesari er Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is.