Fyrsti alþjóðadagur landvarða

Á alþjóðaráðstefnu landvarða sem var haldin í Skotlandi í fyrra var ákveðið að 31. júlí ár hvert yrði alþjóðadagur landvarða. Fyrsti alþjóðadagurinn er nú í ár haldinn á 15 ára afmæli alþjóðafélagsins The International Ranger Federation sem Landvarðafélag Íslands er aðili að.

Í tilefni dagsins er í mörgum löndum frumsýnd myndin “The Thin Green Line” sem Sean Willmore landvörður frá Warringine Park í  Ástralíu tók af landvörðum í starfi í sex heimsálfum og 19 löndum. Landvarðafélag Íslands hefur ákveðið að fresta þeirri frumsýningu fram á haust, þar sem þetta er háannatími landvarða á Íslandi.

Landverðir víða um land ætla hinsvegar að halda upp á daginn með því að bjóða uppá fræðslu og gönguferðir.

Landverðir til lukku með daginn !!!!

Kveðja frá formanni