Landvarðastefna í Rúmeníu – Síðustu forvöð að skrá sig!

Á morgun 15. júní eru síðustu forvöð að skrá sig á Landvarðastefnu evrópskra landvarða í Rúmeníu í haust!

Landvarðastefnan verður haldin í  Rúmeníu 17.-21. septemer. Dagskráin er mjög spennandi og einnig ferðirnar sem þeir rúmensku bjóða uppá eftir ráðstefnuna. Skráningareyðublað er hér og það má senda á netfangið rangers_training@retezat.ro

Þegar er þó nokkur hópur landvarða héðan búinn að skrá sig og verður þetta án efa hin skemmtilegasta samkunda.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir gefur vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir í síma 822 4009 eða á netfangi gudrunp@ust.is

Kveðja,
stjórnin (sem er meira og minna öll að fara til Danmerkur í dag 🙂