Aðalfundur félagsins fór fram þann 9.april á Restaurant Reykjavík. Almenn aðalfundarstörf fóru fram ásamt umræðum frá fundargestum og kosning í stjórn. Á fundinum voru tveir nýir aðilar kosnir í stjórn þau Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir og Jakob Axel Axelsson. Áfram sitja þau Þórey Anna Matthíasdóttir, Sævar Þór Halldórsson og Stefanía Ragnarsdóttir sem var kosin formaður til… Continue reading Ný stjórn 2018-19
Category: Fréttnæmt frá 2018
Áskorun til stjórnvalda frá landvörðum – Náttúra landsins kallar á hjálp!
Áskorun til stjórnvalda frá landvörðum – Náttúra landsins kallar á hjálp! Álag á náttúru Íslands hefur aukist til mikilla muna á undanförnum árum. Ferðamannastraumurinn hefur margfaldast á fáeinum árum og er nú umtalsverður árið um kring, en landvarsla hefur því miður ekki fengið að fylgja þeirri þróun. Þörfin á landvörslu allt árið um kring… Continue reading Áskorun til stjórnvalda frá landvörðum – Náttúra landsins kallar á hjálp!
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2018
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2018 verður haldinn á Restaurant Reykjavík, Vesturgata 2, 101 Reykjavík, mánudaginn 9. apríl kl: 19:00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Kosning stjórnar 7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda 8. Önnur mál Í fundarhléi verða veitingar í boði Landvarðafélagsins ásamt kaffi/te, aðrir drykkir þó á kostnað hvers og eins.
Vegna málflutnings framkvæmdarstjóra Vatnajökulsþjóðgarðs
Landvarðafélag Íslands harmar málflutning framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem nýr stofnanasamningur er gerður að blóraböggli fyrir fjármálahalla stofnunarinnar. Telja landverðir að sér vegið með þessum málflutningi, sér í lagi þar sem landverðir teljast ekki til hálauna fólks. Seinasti stofnanasamningur var gerður árið 2010 og skv. 11. grein kjarasamninga var löngu komin tími á að endurskoðun færi… Continue reading Vegna málflutnings framkvæmdarstjóra Vatnajökulsþjóðgarðs
Sumarstörf 2018
Sumarstörf við landvörslu og almenn störf í gestastofum og á friðlýstum svæðum. Hægt er að ýta á starfstitilinn hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um starfið. Sumarstörf á hálendi – Vatnajökulsþjóðgarður Sumarstörf á Breiðamerkursandi – Vatnajökulsþjóðgarður Sumarstörf á láglendi og í gestastofum – Vatnajökulsþjóðgarður Sumarstörf í Skaftafelli – Vatnajökulsþjóðgarður… Continue reading Sumarstörf 2018
Landvarðanámskeið 2018
Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar hefst 8. febrúar og lýkur 4. mars. Opnað verður fyrir skráningarform 5. janúar en skráningarfrestur er til 31. janúar. Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið ásamt skráningarforminu á heimasíðu Umhverfisstofnunar.