Starfshópur þjóðgarðsstofnunar

Stjórn Landvarðafélags Íslands var að senda eftirfarandi bréf til umhverfis- og auðlindaráðherra:   Varðar: Þjóðgarðsstofnun Landvarðafélag Íslands fagnar þeim fregnum sem komu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um stofnun Þjóðgarðsstofnun þar sem áætlað er að sameina yfirstjórn friðlýstra svæða á Íslandi undir eina stofnun. Landverðir hafa lengi talað fyrir Þjóðgarðsstofnun þar sem sterk sameiginleg stofnun er… Continue reading Starfshópur þjóðgarðsstofnunar

Þjóðgarðsstofnun

Landvarðafélag Íslands fagnar þeir fregnum sem koma frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að áformað er að setja á stofn þjóðgarðsstofnun.Telur félagið að með því að sameina stjórnsýsluna undir einn hatt náist betri og skilvirkari leið með náttúruvernd á Íslandi, vinnutilhögun verður hnitmiðaðri og skilvirkari og landvarsla öflugri. Landvarðafélagið hefur talað fyrir þjóðgarðastofnun t.d. nú seinast með… Continue reading Þjóðgarðsstofnun

Tímabundin störf í landvörslu

Umhverfisstofnun auglýsir tímabundin störf í landvörslu. Starftíminn er breytilegur en getur verið frá september og fram í desember. Svæðin sem um ræðir eru: Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Sunnanverða Vestfirði, Mývatnssveit, Austurland, Suðurland (m.a. Friðland að Fjallabaki, Gullfoss og Geysi, Dyrhólaey, Skógafoss og fleiri svæði), Reykjavík og Reykjanes. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst. Sjá nánari upplýsingar… Continue reading Tímabundin störf í landvörslu

Alþjóðadagur landvarða haldinn í tíunda sinn 31. júlí 2017

„Ert þú ekki aðeins of gömul til þess að vera í unglingavinnunni?“ Þann 31. júlí héldu landverðir um heim allan upp á Alþjóðadag landvarða í tíunda sinn. Dagurinn er haldinn til þess að minnast þeirra fjölmörgu landvarða sem hafa látist eða slasast í starfi. Að auki er hann haldinn hátíðlegur til þess að fagna starfi… Continue reading Alþjóðadagur landvarða haldinn í tíunda sinn 31. júlí 2017

Alþjóðadagur landvarða 2017

Landverðir fagna alþjóðadegi landvarða ár hvert 31. júlí. Þessi dagur er fyrst og fremst til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Á sl. 12 mánuðum hafa 105 landverðir látið lífið við störf sem snúa að verndun náttúru og dýralífs. Flestir þeirra eru frá Afríku og Asíu þar sem landverðir… Continue reading Alþjóðadagur landvarða 2017

Nýr stofnanasamningur

Undirritaður hefur verið nýr stofnanasamningur við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun. Unnið hefur verið að ná samningum við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun í vetur og þann 16. maí var samningurinn svo undirritaður. Töluverðar breytingar eru á nýja samningnum, auk þess er komið sólarlagsákvæði þannig að það sé tryggt að starfsfólk sem hefur starfað áður hjá stofnuninni fái örugglega… Continue reading Nýr stofnanasamningur

Starf landvarðar á Gullfoss- og Geysissvæði

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru, þjónustu við ferðamenn og að starfa í teymi sérfræðinga, landvarða og annarra starfsmanna sem eru staðsettir víðsvegar um landið. Starfssvæði landvarðarins verður á Gullfoss- og Geysissvæði en starfsaðstaða verður í húsnæði Skógræktar ríkisins í Haukadal. Verkefni landvarðarins munu snúa að viðhaldi og verndargildi svæðis, móttöku… Continue reading Starf landvarðar á Gullfoss- og Geysissvæði

Störf sérfræðinga í verndun náttúru og þjónustu við ferðamenn

Umhverfisstofnun leitar að tveimur starfsmönnum sem hafa áhuga á verndun náttúru, þjónustu við ferðamenn og að starfa í teymi sérfræðinga sem eru staðsettir víðsvegar um landið. Í boði eru krefjandi störf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Umsóknarfrestur er til og með 8.maí 2017 Nánari upplýsingar eru á heimasíðu… Continue reading Störf sérfræðinga í verndun náttúru og þjónustu við ferðamenn

Stjórn og nefndir 2017-2018

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands var haldinn 29. mars síðastliðinn. Tveir góðir gestir mættu á fundinn, Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Drífa Snædal framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambandsins. Kosið var um þrjú embætti í stjórn, formann og tvo stjórnarmeðlimi. Linda Björk Hallgrímsdóttir gaf kost á sér til endurkjörs til formanns, Þórey A. Matthíasdóttir gaf einnig kost á sér aftur… Continue reading Stjórn og nefndir 2017-2018

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2017

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2017 verður haldinn á Café Meskí, Fákafeni 8 108 Reykjavík, miðvikudaginn 29. mars kl: 19:00.   Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Kosning stjórnar… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2017

Evrópuráðstefna landvarða í Tékklandi

Evrópurráðstefna landvarða verður haldin í Litomerice,Tékklandi 9-13. maí 2017.   Ráðstefnugjaldið er 130 Evrur. Innifalið í því er: Matur frá þriðjudagskvöldinu til föstudagskvölds ásamt nesti á fimmtudeginum þegar farið er í vettvangsferð og laugardeginum (brottfarardegi). Vettvangsferðin ásamt ferð til og frá flugvellinum í Prag, “menningarprógram” og vínsmökkun. Athugið að gisting er ekki innifalin í ráðstefnugjaldinu og… Continue reading Evrópuráðstefna landvarða í Tékklandi