Umhverfisþing 14. október 2011

Af vef umhverfisráðuneytis: Umhverfisráðherra boðar til VII. Umhverfisþings 14. október 2011 á Hótel Selfossi. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd, m.a. verður kynnt hvítbók sem ætlað er að leggja grunn að nýjum náttúruverndarlögum. Í málstofum eftir hádegi verður fjallað um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar, vísindaleg viðmið fyrir náttúruvernd og gildi náttúruverndar fyrir útivist og… Continue reading Umhverfisþing 14. október 2011

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2011

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2011 verður haldinn á Veitingahúsinu Horninu (kjallara), Hafnarstræti 15, miðvikudaginn 6. apríl kl: 19:00. DagskráVenjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá4. Lagabreytingar5. Ákvörðun félagsgjalda6. Kosning stjórnar7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda8. Önnur mál

Verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð þann 28. mars sl. Á vef umhverfisráðuneytis kemur m.a. fram að Vatnajökulsþjóðgarður sé umfangsmesta verkefni á sviði náttúruverndar sem ráðist hefur verið í hérlendis en hann nær yfir 13% landsins og er stærsti þjóðgarður Evrópu. Stjórnunar- og verndaráætlunin felur í sér stefnu, markmið og framtíðarsýn þjóðgarðsins… Continue reading Verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð

Búsvæði fugla og tjarnarklukku friðlýst

Á vef Umhverfisstofnunar er sagt frá tveimur nýjum friðlýsingum. Friðlýsing búsvæðis fugla í Andakíl. Á alþjóðlega votlendisdaginn þann 2. febrúar sl. undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Sveitarfélagið Borgarbyggð, Landbúnaðarháskóli Íslands og landeigendur 13 jarða í Andakíl – Hvítárvalla, Grímarsstaða, Heggsstaða, Báreksstaða, Vatnshamra, Ausu, Neðri-Hrepps, Innri-Skeljabrekku, Ytri-Skeljabrekku, Árdals, Grjóteyrar,… Continue reading Búsvæði fugla og tjarnarklukku friðlýst

Landvarðanámskeið hefst 17. febrúar

Af vef Umhverfisstofnunar: Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000. Námskeiðið hefst 17. febrúar og lýkur 20. mars n.k. Kennt er um helgar, milli 10 og 18, og á kvöldin á virkum dögum, milli 17 og 22. Einnig er fimm daga vettvangs- og verkefnaferð.… Continue reading Landvarðanámskeið hefst 17. febrúar

Erindi um Kríuna 18. janúar

Af vef Fuglaverndar: Hvers vegna er viðkomubrestur og fækkun í varpstofnun kría  við Norður Atlantshaf?Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur og doktorsnemi í dýravistfræði, ætlar að kynna verkefni sem hún vinnur að um kríuna á fræðslufundi Fuglaverndar þriðjdaginn 18.janúar n.k. Freydís rannsakar varp á Snæfellsnesi en markmið rannsóknarinnar hefur verið að rannsaka ástæður víðtæks varpbrests sem hefur verið… Continue reading Erindi um Kríuna 18. janúar

Tillögur að breytingum á náttúruverndarlögum til umsagnar

Af vef umhverfisráðuneytis: Í umhverfisráðneytinu er nú unnið að heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. Nú liggja fyrir tillögur að breytingum á þeim þáttum laganna sem brýnast þótti að bæta úr. Hægt er að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 21 janúar næstkomandi.Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum er nú opið til… Continue reading Tillögur að breytingum á náttúruverndarlögum til umsagnar