Erindi um Kríuna 18. janúar

Kra300

Af vef Fuglaverndar:

Hvers vegna er viðkomubrestur og fækkun í varpstofnun kría  við Norður Atlantshaf?

Kra300Freydís Vigfúsdóttir
, líffræðingur og doktorsnemi í dýravistfræði, ætlar að kynna verkefni sem hún vinnur að um kríuna á fræðslufundi Fuglaverndar þriðjdaginn 18.janúar n.k. Freydís rannsakar varp á Snæfellsnesi en markmið rannsóknarinnar hefur verið að rannsaka ástæður víðtæks varpbrests sem hefur verið árlegur síðan 2005. Hún mun kynna þær niðurstöður sem liggja fyrir og svara spurningum sem kunna að vakna. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arion banka og byrjar kl. 20:30. Allir velkomnir en aðrir en félagar í Fuglavernd greiða 500 kr. í aðgangseyri.rannsakar hversvegna það er viðkomubrestur og fækkun í varpstofnun kría við Noður Atlandshaf. Hún mun kynna þær niðurstöður sem liggja fyrir og svara spurningum sem kunna að vakna.  Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arion banka Borgartúni 19 og byrjar kl.20:30. Sjá staðsetningu hér. Fundurinn er öllum opinn en aðgangseyrir er 500,- kr. fyrir aðra en félagsmenn Fuglaverndar.

Viðkomubrestur og fækkun í varpstofnum kría við Norður Atlantshaf hefur verið viðloðandi í rúman áratug og víða verið tengd ætiskorti. Skortur á viðunandi æti til ungauppeldis veldur hægum vaxtaþroska unga og leiðir oft til víðtæks ungadauða í vörpunum. Að hvaða marki ætisskortur stýrir víðtækum varpbresti má meta með mælingum á hve samstillt tímasetning ungadauða er innan og milli varpa, ásamt mælingum á fæðu, tíðni fæðugjafa og ungavexti.
Síðastliðin þrjú ár (2008-2010) hefur varpvistfræði kría verið könnuð í tólf vörpum á Snæfellsnesi. Markmið rannsóknarinnar hefur verið að kanna ástæður víðtæks varpbrests sem hefur verið árlegur síðan 2005. Hægur ungavöxtur og léleg varpafkoma (0,1–0,5 ungi/hreiður) var einkennandi öll árin ásamt víðtækum ungadauða sem tengdist lágri tíðni fæðugjafa og skorti á viðunandi æti. Tímasetning ungadauða og athuganir á fæðugjöfum bentu til viðvarandi ætisskorts á ungatíma en ekki til þess að orsakast af einstökum atburðum, s.s. vegna veðurs. Þó mældist staðbundinn munur á fæðu og árangri milli varpa, þar sem betur gekk í litlum vörpum á innanverðu Snæfellsnesi en í stórum vörpum á utanverðu nesinu. Í heild var varpárangur mjög lélegur á Snæfellsnesi 2008-2010 og ljóst að aðstæður til varps og ungauppeldis hafa verið óviðundandi undanfarin ár. Ef varpbrestur verður áfram viðvarandi er líklegt að verulegra stofnbreytinga verði vart í framtíðinni.

Freydís leggur stund á doktorsnám í dýravistfræði við University of East Anglia í Englandi og vinnur að doktorsverkefni í samstarfi við Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrufræðistofnun Íslands um vistfræði kríu. Titill verkefnisins er:  Drivers of productivity in a subarctic seabird – The Artic tern in Iceland.