Breytingar á stjórn félagsins

Anna Þorsteinsdóttir var kosinn formaður til tveggja ára vor 2019 en lét fyrr af störfum er hún tók við starfi þjóðgarðvarðar á norður-hálendi Vatnajökulsþjóðgarðs haustið 2020.

Í byrjun nóvember var Anna Þorsteinsdóttir formaður Landvarðafélagsins ráðin þjóðgarðsvörður á norður-hálendi Vatnajökulsþjóðgarðs. Anna hefur nú þegar hafið störf að hluta hjá þjóðgarðinum og mun taka við starfinu að fullu um áramótin.

Megin verkefni stjórnar félagsins mun í vetur snúast um kjaramál og gerð nýrra stofnanasamninga ásamt því að fylgjast með því hvaða áhrif minni sértekjur náttúruverndarsvæða hafa á störf landvarða. Í ljósi þess taldi stjórn og Anna að best væri að Anna viki úr stjórn og léti af störfum sem formaður til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstrar. Anna mun þó skila af sér ákveðnum verkefnum og vera stjórn innan handar ef stjórn óskar eftir því.

Stjórn stendur aftur á móti vel hvað varðar þessar breytingar þar sem varamenn hafa verið virkir þátttakendur á öllum stjórnarfundum og standa því enn eftir sex virkir stjórnarmenn. Stjórn mun fram að næsta aðalfundi deila með sér verkum formanns og sjá til þess að þetta óvænta fráhvarf formanns muni ekki hafa áhrif á störf félagsins. 

Að því sögðu vill stjórn óska Önnu innilega til hamingju með nýja starfið og þakka henni fyrir virkilega vel unnin störf fyrir félagið.