Haustferð í Þjórsárdal

rhdr

Elsku landverðir!

Það er komin tími til að fagna haustinu saman. Þann 3. október ætlum við að halda í árlega haustferð í Þjórsárdalinn, en þrjú svæði innan hans voru friðlýst sem náttúruvætti sl. janúar. 
Vegna aðstæðna höfum við ákveðið að hafa aðeins dagsferð en ekki gista eins og vanin hefur verið. Við stefnum þó á að bóka rútu og erum að kanna möguleika á því. Til þess að við getum þó gengið frá verði þá viljum við biðja ykkur um að merkja við ,,mæti/going” á facebook og senda tölvupóst á landverdir@landverdir.is fyrir 24. september. Upplýsingar um verð kemur fljótlega eftir það en verður haldið í lágmarki.
Við stefnum á að fara úr bænum um kl. 8 og koma heim ekki seinna en kl. 19. Nánari dagskrá kemur síðar, en við munum m.a. heimsækja Hjálparfoss, Gjánna, Stöng og Háafoss og fá landverði til að fræða okkur um svæðið.

*Að sjálfsögðu verða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi virtar og gæti viðburðurinn breyst eða þurft að hætta við hann í samræmi við þær, sérstaklega í ljósi fjölgunar á smitum*

Kær kveðja,
Skemmtinefnd