Ferðasögur – Nepal og fleira

Tengill fyrir viðburðinn: https://zoom.us/j/5356794431?pwd=OFVrRitxY3R3MGlVWTM0UUpDWDAzdz09

Kæru landverðir!

Á aðalfundi félagsins í fyrra var planið að heyra ferðasöguna frá alþjóðlegu landvarðaráðstefnunni sem haldin var í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal í fyrir ári síðan. Vegna aðstæðna þurftum við að fresta kynningunni en loksins munu Hákon Ásgeirsson og Kristín Ósk Jónasdóttir segja okkur frá henni, ásamt göngunni þeirra upp í grunnbúðir Everest. Í kjölfarið munum við heyra frá ævintýrum nokkurra landvarða. Linda Ársæls, Stefanía Ragnars og Hlynur munu segja okkur frá ferðalögum sínum um þjóðgarða í Ameríku og S-Ameríku. Síðan ætla Bjarni og Hörn að segja frá því þegar þau fóru til Færeyja að sinna viðhaldi á náttúruperlunum.
Áhugaverðar umræður munu örugglega skapast út frá ferðasögunum, svo mætið endilega með uppáhalds drykkinn ykkar, jafnvel með árstíðarbundnu ívafi 😉

Þegar nær dregur munum við setja inn tengill hérna fyrir fundinn.