Landvarðanámskeið 2021

Af heimasíðu UST: Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2021. Starfsmenn stofnunarinnar hafa endurskipulagt námskeiðið með það að markmiði að geta kennt það óháð aðstæðum í samfélaginu. Námskeiðið í ár verður allt kennt í fjarnámi.

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 4. til  28. febrúar. Nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu en kennarar koma jafnframt frá öðrum þjóðgörðum og víðar að.

Dagskrá landvarðarnámskeiðsins

Megin umfjöllunarefni námskeiðsins er: 

  • Landverðir, helstu störf
  • Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
  • Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
  • Gestir friðlýstra svæða
  • Mannleg samskipti
  • Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegar og verklegar æfingar
  • Náttúruvernd, verkfærin okkar
  • Vinnustaður landvarða
  • Öryggisfræðsla

Opnað verður fyrir umsóknir 4. janúar 2021. Hámarksfjöldi nemenda á landvarðarnámskeiði eru 32. Skráð er á námskeiðið eftir röð umsókna. Lágmarksfjöldi nemenda er 25 og fellur námskeiðið niður ef tilskilinn fjöldi næst ekki. Skráningafrestur er til 11. janúar 2021.

Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Kristín Ósk Jónasdóttir í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is  

Hlekkur á Landvaranámskeið Umhverfisstofnunar: https://ust.is/nattura/landvarsla/landvorslunamskeid/?fbclid=IwAR3gglGwtqAtsS0L1KMtYKo-2netQxL0RSCnt9pvL1tKD7kIcR9b2Nmynn4