Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum í sumarstörf.
Störfin eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.
Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k.
Ítarlegri upplýsingar um störfin og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðar.