Stjórn Landvarðafélagsins hefur til umráða 300 þúsund til skiptana til þeirra sem sækja Alþjóðaráðstefnu landvarða í Nepal núna í nóvember 2019.
Stjórnin óskar því eftir umsóknum, vinsamlegast fyllið inn umsóknareyðublaðið hér að neðan.
Skráningarfrestur er liðinn á ráðstefnuna* og geta því bara þau sem hafa nú þegar skráð sig sótt um styrkinn.
*Möguleiki er samt að skrá sig enþá, en vegna tíma sem tekur að fá vegabréfsáritun var umsóknarfrestur skráður til 31. ágúst.
Til þess að eiga rétt á styrk þá þurfa styrkþegar að skila einhverju af sér til félagsins.
Þau sem hafa staðið að skipulagningu, halda fyrirlestur á ráðstefnunni eða fara í það að safna gjöfum frá þjóðgörðum og/eða tengdum aðilum og flytja þær út fyrir sig og aðra til að gefa öðrum landvörðum þurfa ekki að skila inn annari vinnu (þó þarf að sanna þetta). Annað sem getur komið til greina er:
- Skrifa frétt um ráðstefnuna og fá hana birta á fréttamiðli sem dreift er um allt land.
- Taka upp þátt fyrir hlaðvarp landvarða um alþjóðaráðstefnuna.
- Skrifa lengri “dagbók” um ráðstefnuna á heimasíðu landvarðafélagsins.
- Halda fyrirlestur um ráðstefnuna á aðalfundi Landvarðafélags Íslands