Stjórnarfundur LÍ 9. mars 2008

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands 9. mars 2008 kl. 13 á Café Oliver
Mættar:  Auróra Guðrún Friðriksdóttir, Ásta Kristín Davíðsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir

Dagskrá
1.  Komandi aðalfundur

Stefnt er á að aðalfundurinn verði haldinn mánudaginn 31.mars kl. 19.  Ákveðið var að ræða við veitingastaðinn Lækjarbrekku um að fá að halda fundinn þar, enda hefur hann verið haldinn á þeim stað undanfarin ár.  Rætt var um að fá fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á fundinn til að halda stutt erindi um hinn nýja þjóðgarð.  Einnig var ákveðið að ræða við Ólaf Arnar Jónsson, sérfræðing og nýjan umsjónarmann landvörslu hjá Umhverfisstofnun um það hvort hann sæi sér fært að mæta á fundinn.  Rætt var um að útbúa töflu um komandi viðburði hjá Landvarðafélaginu og dreifa henni á aðalfundinum, enda er mikið um að vera á næstunni. 

2.  Boð á aðalfund dönsku landvarðasamtakanna
Dönsku landvarðasamtökin hafa boðið fulltrúa okkar á aðalfund sinn.  Þórunn fer fyrir hönd LÍ. 

3.  Nordic-Baltic Seminar
Dagana 8.-10. október 2008 verður haldin landvarðaráðstefna í Danmörku.  Tilgangur ráðstefnunnar er að auka vægi náttúrutúlkunar í starfi landvarða.  Ráðstefnan skiptist í tvo hluta, í þeim fyrri fer fram þjálfun í náttúrutúlkun, en í þeim síðari verður stofnað til samvinnu landvarðasamtaka í hinum norrænu og baltnesku löndum um náttúrutúlkun.  LÍ stefnir á að senda fulltrúa á þessa ráðstefnu, enda er nauðsynlegt að efla tengsl okkar við hin norrænu og baltnesku lönd.  Þar sem kostnaður við ráðstefnuna er frekar hár (vegna flugfara, gistingar og ráðstefnugjalda), þarf að fara að huga að styrkumsóknum.  T.a.m. var rætt um að sækja um Leonardo styrk. 

4.  Vefsíða LÍ
Rætt var um að setja meira efni inn á hana og gera hana virkari. 

Fundi slitið um kl. 14:30
Ritari:  Ásta Rut