Stjórnarfundur LÍ 11.jan. 2008

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands 11. janúar 2008 kl. 19:00

Mætt:  Auróra Friðriksdóttir, Ásta Kristín Davíðsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Elías Már Guðnason og Þórunn Sigþórsdóttir

Dagskrá
1.  Listi yfir fólk með landvarðaréttindi

LÍ óskaði fyrir nokkru eftir því að Umhverfisstofnun (UST) útvegaði LÍ lista yfir útskrifaða landverði.  Trausti Baldursson sá um að listinn yrði gerður og fékk LÍ listann fyrir stuttu.

2.  Samstarf við skosku landvarðasamtökin
Skotarnir eru að hugsa um að koma hingað ásamt hópi af 14-18 ára sjálfboðaliðum næsta sumar.  Rætt hefur verið við Chas Goemans hjá UST um það hvort UST geti tekið á móti hópnum. 

3.  Samstarf LÍ og UST
Heldur lítið samstarf hefur verið milli LÍ og UST að undanförnu vegna mikilla mannabreytinga hjá UST.  Rætt var um að auka þessi samskipti, en einnig hefur komið fram vilji hjá UST um að auka samskiptin.  Fundur með UST og LÍ verður haldinn á morgun (12. jan 2008). 

4.  Landvarðanámskeiðið
Búið er að auglýsa landvarðanámskeið sem halda á í febrúar og mars á þessu ári.  Rætt var um að uppsetning námskeiðsins hentaði illa fyrir landsbyggðarfólk, en námskeiðið er haldið á virkum dögum og um helgar í Reykjavík. 

5.  Endurmenntun
Ásta Davíðsdóttir nefndi að áhugavert væri ef UST sæi sér fært að halda endurmenntunarnámskeið.  Rætt verður um þetta á fundi UST og LÍ sem haldinn verður á morgun. 

6.  Alþjóðasamskipti
Landvarðasamtök í norrænu og baltnesku löndunum eru að huga að samstarfi.  Fram kom að hugsanlega verður haldið námskeið fyrir landverði í tengslum við þetta samstarf.
Evrópuráðstefna landvarða verður haldin í Ungverjalandi í september.  Sambærileg ráðstefna var haldin í Rúmeníu í september 2007 og heppnaðist hún mjög vel. 

7.  Mannfagnaðir
Fram kom að skemmtinefnd er að huga að nýársfagnaði og hugsanlega ferð í tengslum við hann. 

8.  Annað
Rætt var um að útbúa þyrfti merki, pinna og boli með merki LÍ.

Fundi slitið kl. 21
Ritari: Ásta Rut