Stjórnarfundur LÍ 21. okt. 2007

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands 21. október 2007

Fundarstaður:  Goðasalir 7, Kópavogi (heimili Ástu Kristínar Davíðsdóttur)
Mætt: Aurora Guðrún Friðriksdóttir, Ásta Kristín Davíðsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Elías Þór Guðbrandsson, Þórunn Sigþórsdóttir

Helstu mál:
1.  Samstarf Norrænu landanna og Eystrasaltslandanna

Samstarf milli landvarðasamtaka í þessum löndum er að hefjast.  Ákveðið var að Landvarðafélag Íslands taki þátt í þessu samstarfi.  Norrænu löndin hafa einnig samstarf sín á milli.  Rætt var um það að það væri hentugt ef fundir vegna þessa væru á sama tíma, þar sem það sparaði ferðir.  Einnig var bent á það að LÍ þyrfti að koma sér upp meiri upplýsingum um styrki sem hægt er að afla vegna ferða félaga LÍ á landvarðaþing erlendis. 

2.  Greinar í Útiveru
Óskað hefur verið eftir því að landverðir skrifi greinar um sín svæði í tímaritið Útiveru, en það er gefið út átta sinnum á ári.  Stjórn LÍ telur jákvætt ef landverðir geta tekið þetta að sér, enda er þetta góð kynning á störfum landvarða. 

3.  Landverðir og fjölmiðlar
Á síðustu töðugjöldum Umhverfisstofnunar (UST) kom fram sú ósk frá UST að landverðir töluðu við fjölmiðlafulltrúa UST áður en þeir færu í viðtöl við fjölmiðla.  Rætt var um að fulltrúar LÍ þyrftu að hitta fjölmiðlafulltrúa UST ásamt fleiri fulltrúum þeirra til að fjalla um þetta mál. 

4.  Fundur með UST
Ólafur A. Jónsson hjá UST hefur óskað eftir því að halda fund með LÍ. 

5.  Listi yfir útskrifaða landverði
Rætt var um að það þyrfti að tala við Trausta Baldursson hjá UST til að fá lista yfir útskrifaða landverði. 

6.  Stofnfundur um Náttúru- og útiskóla
Fundur þessi fer fram 3. nóvember 2007.  Ákveðið var að fulltrúar LÍ færu og skoðuðu skólann fyrir ráðstefnuna, og mættu einnig á ráðstefnuna sjálfa.  Undirbúningur að stofnun þessara samtaka er hafinn fyrir þónokkru, en LÍ hefur þó ekki komið að þessu fyrr en á seinni stigum.  

7.  Önnur mál
Rætt var um það að það þyrfti að fá fleiri landverði frá Þingvöllum inn í félagið.  Einnig fóru fram umræður um að það þyrfti hugsanlega að gera meiri kröfur til þeirra sem sækja landvarðanámskeiðið.

Ritari:
Ásta Rut