Stjórnarfundur 4. september

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands, 4. september 2007 kl. 19
Mætt:  Aurora G. Friðriksdóttir, Ásta K. Davíðsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Elías Már Guðbrandsson, Þórunn Sigþórsdóttir

Helstu mál:

1.    Rúmenía
Nú hafa 9 landverðir skráð sig á landvarðaráðstefnuna í Rúmeníu sem fer fram 17.-21. september 2007.  Sótt hefur verið um styrk frá Umhverfisráðuneytinu. 
2.    Fundur með umhverfisráðherra

Stjórn LÍ hafði samband við umhverfisráðuneytið og óskaði eftir fundi með hinum nýja umhverfisráðherra.  Fundurinn verður þann 5. september og munu Þórunn og Aurora mæta á hann.  Rætt var um það hvað væri nauðsynlegt að ræða við umhverfisráðherra.
3.    Auðlindir og umhverfi
Dagana 3.-13. september mun Norræna húsið standa fyrir röð fyrirlestra um umhverfi og auðlindir.  Landvarðafélagið tekur þátt í þessu, fimmtudaginn 13. september kl. 20:00 verður heimildarmyndin “The Thin Green Line” sýnd, en hún fjallar um störf landvarða víða um heim.  Stefnt er á að höfundur myndarinnar og einn íslenskur landvörður mæti í Kastljós til að ræða um landvörslu og vekja athygli á málefnum tengdum starfsgreininni.  Landvarðafélagið mun ekki bera mikinn kostnað af þessu, og borgar t.a.m. ekki auglýsingar í blöðum.

4.    Umhverfisstofnun
Ekkert hefur orðið af fyrirfram skipulögðum fundum í sumar, vegna mikilla starfmannabreytinga hjá UST.  Rætt var um að fá fund með forstjóra UST.

Fundi slitið kl. 21:20
Ritari: Ásta Rut