Stjórnarfundur 17. mars 2012

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands 17. mars 2012 kl. 17:30  
Mættar:  Ásta Rut Hjartardóttir, Linda Björk Hallgrímsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir

Helstu mál:
1.  Aðalfundur
Rætt var um hvort gera ætti tillögur um lagabreytingar á næsta aðalfundi, sem haldinn verður þriðjudaginn 10. apríl 2012 kl. 19.  Tillögurnar snúa að fækkun og sameiningu nefnda félagsins, að sameina laga og kjaranefnd og að leggja umhverfis og náttúruverndarnefnd niður, enda hefur hún verið mjög lítil virk.  Einnig var rætt um ritnefndina, Linda Björk taldi að hana ætti að leggja niður, en Ásta Rut var á báðum áttum, taldi að það gæti verið áhugavert að virkja nefndina frekar, og jafnvel að endurvekja Ýli, fréttabréf félagsins.  Laganefnd verður falið að útbúa tillögur að lagabreytingum.  Linda Björk ræddi um hvort það ætti að skipa einn oddvita í hverri nefnd, svo þær hefðu forsvarsmann.  Ákveðið var að ræða það á aðalfundinum.  
Einnig var rætt um skipulag aðalfundarins, hver gæti verið fundarstjóri og hver ræðumaður kvöldsins, ásamt ýmsum öðrum málum því tengdu.  

2.  Styrkjamál
Rætt var um að setja 50.000 kr á ári í ferðasjóð.  Umræður sköpuðust um það hver hámarksstyrkur ætti að vera fyrir hvern félagsmann.  Linda Björk taldi 30.000 kr vera heppilega tölu.  Ákveðið var að bera þetta fram á aðalfundinum.  

Ritari:
Ásta Rut