Stjórnarfundur 1. febrúar 2012

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands 1. febrúar 2012 kl. 18
Mættar:  Ásta Rut Hjartardóttir, Linda Björk Hallgrímsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir, ásamt Guðrúnu Láru Pálmadóttur sem tók þátt í hluta fundarins í gegnum fjarfundabúnað (Skype).  

Helstu mál:
1.  Alþjóðasamskipti
Dönsku landvarðasamtökin bjóða einum landverði að sitja ársfund sinn sem haldinn verður í lok mars 2012.  Þau hafa boðist til að borga uppihald á meðan á ársfundi stendur.  Samtök landvarðafélaga á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum stefna að því að halda þriggja daga námsstefnu í ár, líklega í lok ágúst.  Það hafa þó ekki borist neinar nákvæmari upplýsingar um námsstefnuna.  

2.  Félagslíf
Rætt var um það á fundinum að skipuleggja landvarðaferðir bráðlega.  Bæði var rætt um vorferð (dagsferð) og möguleikann á að hafa einnig aðra styttri ferð, sem tæki einungis hluta úr degi.  Fram komu hugmyndir um draugagöngu í Reykjavík, ratleik eða gönguferð um Elliðaárdalinn.  

3.  Upplýsingagjöf til félagsmanna
Landvarðafélagið hefur stofnað hóp á Facebook, sem stefnan er að félagsmenn hafi aðgang að.  Rætt var um að nauðsynlegt væri að fara yfir félagaskrá, og að bæta félagsmönnum í hópinn.  
Stefnt er að því að gefa út fréttabréf félagsins von bráðar.  Þar mætti birta grein um alþjóðaráðstefnu landvarða sem haldin var í Bólivíu árið 2009, benda á hóp landvarðafélagsins á Facebook ásamt því að auglýsa væntanlegar landvarðaferðir.
Stjórnarmeðlimir hafa rætt hvert hlutverk mismunandi miðla sé hvað varðar upplýsingagjöf til félagsmanna.  Nú þegar nýtir félagið sér nokkra mismunandi miðla, svosem vefsíðu félagsins (www.landverdir.is), Facebook, tölvupósta, ásamt því að fréttabréf hafa verið gefin út.  Guðrún Lára hefur nú útbúið lista þar sem hlutverk þessa mismuandi miðla eru skilgreind.  

Ritari: Ásta Rut