Reglugerð um landverði nr. 61/1990

REGLUGERÐ

um landverði.

1. gr

            Landverðir kallast þeir sem starfa í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum í umsjá Náttúruverndarráðs.

            Rétt til starfa sem landvörður hefur sá sem lokið hefur námskeiði í náttúruvernd á vegum Náttúruverndarráðs eða hefur fengið aðra þá menntun sem Náttúruverndarráð metur gilda.

2. gr.

            Hlutverk landvarða er að gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, að koma á framfæri upplýsingum og fræða ferðafólk um náttúru og sögu svæðanna og sjá um daglegan rekstur og viðhald.

3. gr.

            Náttúruverndarráð stendur fyrir námskeiðum í náttúruvernd, þar sem megináhersla er lögð á eftirfarandi þætti:

a) Ísland – náttúrufar og þjóðlíf.

b) Náttúruvernd.

c) Umhverfisréttur.

d) Landvarsla – dagleg störf.

e) Umhverfisfræðsla – umhverfistúlkun.

            Námskeið þessi skulu auglýst og eru opin þeim sem orðnir eru 20 ára og hyggj a á vinnu við landvörslu.

4. gr.

            Náttúruverndarráð skal ef þurfa þykir halda endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi landverði.

5. gr.

            Náttáruverndarráð greiðir kostnað við nám, þjálfun og endurmenntun landvarða að svo miklu leyti sem þátttökugjöld hrökkva ekki til og fjárveitingar leyfa.

6. gr.

            Nánar er kveðið á um störf og skyldur landvarða í erindisbréfi.

7. gr.

            Reglugerð þessi er byggð á 7. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1971, sbr. lög nr. 29/1989, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 26. janúar 1990.

Svavar Gestsson.

Comments are closed.