Nýr og efnismikill ÝLIR kominn út

Fréttabréfið ÝLIR heilsar enn á ný, stútfullt af áhugaverðu lesefni fyrir landverði. Meðal efnis: Landvarðaþing 2005 – ferð á Snæfellsnes 9. apríl, sjá dagskrá [og skráningarform]. Veturinn í þjóðgörðunum, greinar eftir tvo heilsársstarfsmenn. Ferð á landvarðaþing í Noregi, ítarleg ferðasaga Rebekku og Hönnu Kötu. Aðalfundur 2005, fundargerð með öllu því markverðasta sem gerðist á ánægjulega fjölmennum aðalfundi.

Fyrri hálfleikur
Kl. 09:00 Brottför með rútu frá Shell-stöðinni við Vesturlandsveg.
• Samsöngur og gamanmál á leiðinni
Kl. 11:30 Áætlaður komutími að Búðum á Snæfellsnesi.
•  Þar tekur á móti okkur Ragnhildur Sigurðardóttir – og mun hún leiða okkur um undraheima hraunsins í stuttum
göngutúr.
•  Síðan verður ekið að Arnarstapa og þaðan gengið yfir að Hellnum (u.þ.b. 30 mín.). Þar verður nestisstopp.

Seinni hálfleikur
•  Heimsókn í gestastofu þjóðgarðsins á Snæfellsnesi – þar verður tekið á móti okkur og við fáum að leika þar
lausum hala í klukkustund.
•  Síðan verður ekið um þjóðgarðinn með viðkomu á nokkrum velvöldum stöðum.
•  Nú verður haldið heim á leið og ekið annaðhvort yfir Fróðárheiði eða um Búlandshöfða gegnum Grundarfjörð
og um Vatnaheiðina.
•  Áætluð heimkoma um kl. 21:30.

Ferðin er í boði Landvarðafélagsins. Æskilegt er að hafa með sér nesti fyrir daginn.