Af óviðráðanlegum orsökum verður haustferð landvarða frestað um eina viku og verður farið laugardaginn 21. október í stað 14. október. (Urriðagangan er samt sem áður á dagskrá hjá þjóðgarðinum þann 14. (sjá http://www.thingvellir.is/dagskra/nr/349) og öllum frjálst að mæta í hana.)
Guðrún S. Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, tekur á móti okkur kl. 14:00 og fer með okkur í u.þ.b. klukkutíma (kannski 1 og hálfan) langan göngutúr með náttúrutúlkun. Ég hvet ykkur til að fjölmenna í þessa gönguferð því Guðrún er afar fær í náttúrutúlkun og getum við eflaust lært eitthvað af henni. Náttúrutúlkun er mikilvægur þáttur í starfi landvarða og því um að gera að sýna þessu áhuga.
Að gönguferðinni lokinni getum við gengið einhverja af gömlu þjóðleiðunum innan þjóðgarðsins, t.d. í Vatnskot og e.t.v. ‘impróviserað’ okkar eigin náttúrutúlkun. Við getum svo endað ferðina í afslöppun í gufunni á Laugarvatni.
Munið að hafa með ykkur nesti og góða skó!
Þátttaka tilkynnist í síma 868 2959 eða á laufey10@yahoo.com.
Laufey Erla Jónsdóttir