Fræðslu- og skemmtiganga í Búrfellsgjá

Loksins getum við aftur haldið fræðslu- og skemmtigöngur eftir samkomubann.
Næsta fræðslu-og skemmtiganga sem Landvarðafélagið stendur fyrir verður í Búrfellsgjá næstkomandi þriðjudag 2. júní.
Mæting á bílstæðið við Búrfellsgjá kl. 17:30. Gangan er tæpir 6 km, 100 m hækkun og mun taka ca. 2 klst. Gangan er auðveld og ætti að vera við allra hæfi.
Allir eru velkomnir með, hvort sem þið eruð landverðir eða ekki.
Hérna má finna viðburð fyrir gönguna á facebook: https://www.facebook.com/events/269162191159993/

Friðlýsing fyrir Búrfellsgjá, ásamt Búrfelli og Selgjá, er í vinnslu og hefur Umhverfisstofnun vísað tillögu til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Lesa má nánar um ferlið hérna: https://ust.is/nattura/fridlysingar/fridlysingar-i-vinnslu/burfell-burfellsgja-og-selgja-i-gardabae/

Markmiðið með göngnunum er að vekja athygli á friðlýstum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Við hvetjum einnig landverði í öðrum landshlutum að skipuleggja göngur í sínu nærumhverfi og endilega hafið samband við okkur ef þið viljið auglýsa þær í gegnum okkur 🙂