Loksins getum við haldið fræðslu- og skemmtigöngu aftur! Við ætlum að reyna við Vífilsstaðavatn aftur, en í fyrra komumst við varla niður að vatninu vegna veðurs. Við vonum að veðrið verði betra núna! Gangan verður næstkomandi þriðjudag (9. feb). Mæting á bílstæðið vestan megin við Vífilsstaðvatn (þetta næst bryggjunni) kl. 17. Gangan mun taka ca. 1 klst. Sniðugt að hafa innanbæjarbrodda með til öryggis ef það er klaki. Gangan er auðveld og ætti að vera við hæfi allra. Munum að passa upp á bilið milli okkar og fylgja sóttvarnareglum.
Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1350193902007949
Markmiðið með göngunum er að vekja athygli á friðlýstum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.
Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst árið 2007. Friðlýsingunni er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu. Töluvert af andfuglum verpa við vatnið og mófuglar umhverfis það. Markmið með verndun nærsvæðis vatnsins er að tryggja eðlilegt grunnvatnsstreymi til þess og viðhalda náttúrulegu gróðurfari svæðisins. Enn fremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins.Nánar má lesa um friðlýsinguna hér:
https://www.ust.is/…/sudvestu…/vifilsstadavatn-gardabae/Allir eru velkomnir með, hvort sem þið eruð landverðir eða ekki:)