Aðalfundur Landvarðafélags Íslands

Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir, gjaldkeri. Hefur starfað á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Fjarðárgljúfri.

Kæru félagar

Nú boðum við okkar félgasmenn á aðalfund Landvarðafélags Íslands en fundurinn mun fara fram fimmtudaginn 17. mars 2021 kl 20:00 í fjarfundi. Krækja á fjarfundinn verður send í tölvupósti nokkrum dögum fyrir fundinn. 

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins

1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra

2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun félagsgjalda

6. Kosning stjórnar

7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda

8. Önnur mál

Nauðsynlegt er að skrá sig á aðalfundinn í gegn um skráningarformið hér að neðan til að staðfesta atkvæðisrétt á fundinum. Einungis skráðum aðilum verður sent lykilorð sem þarf til að tengjast fundinum. Ef fólk getur ekki kosið með handauppréttingu á fundinum, eða kjósi að gera það ekki er möguleiki á að senda Landvarðafélaginu atkvæði sitt á tölvupósti. 

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSckY2ro8qE_N5oJ4Om7MXAXVIOLMrog55EaKqkednWZtsqByg/viewform?usp=sf_link

Kær kveðja

Stjórn