Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2016

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2016 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Vesturland, Mývatnssveit, Suðurland og Friðland að Fjallabaki og sunnanverða Vestfirði. Um er að ræða  tímabundin 100% störf en starfstími er breytilegur eftir svæðum. Þeir fyrstu hefja störf í byrjun maí og síðustu ljúka störfum í september. Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Starf sérfræðings í Vatnajökulsþjóðgarði

Tvær tímabundnar stöður sérfræðinga á suður- og vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eru lausar til umsóknar, frá 15. mars til 31. desember 2016. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.   Upplýsingar um stöðu sérfræðings á vestursvæði (Kirkjubæjarklaustri) er hér og upplýsingar um stöðu sérfræðings á suðursvæði (Skaftafell) er hér.    

Könnun Landvarðafélagsins

Við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í könnun Landvarðafélagsins um aðbúnað og húsnæðismál landvarða. Samtals tóku 47 þátt í könnuninni en af þeim voru 34 starfandi landverðir sumarið 2015. Spurt var meðal annars út í verkfæri, fatnað, fararkosti og húsnæði og landverðir beðnir um að svara út frá kvarða hve… Continue reading Könnun Landvarðafélagsins