Könnun Landvarðafélagsins

Við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í könnun Landvarðafélagsins um aðbúnað og húsnæðismál landvarða. Samtals tóku 47 þátt í könnuninni en af þeim voru 34 starfandi landverðir sumarið 2015. Spurt var meðal annars út í verkfæri, fatnað, fararkosti og húsnæði og landverðir beðnir um að svara út frá kvarða hve ánægðir þeir voru með þessa þætti. Á kvarðanum 1-10 mældist aðbúnaður almennt séð 7,11. Á sama kvarða, það er 1-10 mældist ánægja með húsnæði landvarða vera aðeins lægri eða 6,76. Í opinni spurningi í lok könnunarinnar komu fram mjög áhugaverðar ábendingar um þá þætti sem betur mættu fara í húsnæðismálum og aðbúnaði landvarða. Landvarðafélagið vinnur nú að samantekt úr könnuninni sem verður birt hér, jafnframt sem hún verður send á hlutaðeigandi stofnanir og vinnuveitendur.

Stjórn Landvarðafélags Íslands