Bráðum koma blessuð jólin…

Þann 16. desember kl. 20:00 ætla landverðir að hittast og koma sér og öðrum í jólaskap eins og þeim einum er lagið. Til stóð að hittast í heimkynnum Grýlu og dreypa á  heimalöguðu jólaglöggi að hennar hætti. En hún var ekki tilbúin með glöggið og svo er allt í drasli hjá henni, og reyndar hjá öllum landvörðum líka og því var ákveðið að hittast á Dillon Café, Laugavegi 30, efri hæð (ATH., breytt staðsetning).

Makar, vinir, vandamenn og aðrir góðkunningjar landvarða eru sérstaklega boðnir velkomnir!!!  Frítt inn!

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Jólakveðja,
Stjórnin