Trúnaðarmenn 2005 tilnefndir

Stjórn Landvarðafélagsins hefur tilnefnt trúnaðarmenn félagsins sumarið 2005. Hrafnhildur Hannesdóttir og Karl Bridde, bæði þaulreyndir landverðir, munu gegna þessum stöðum í sumar. Nánari upplýsingar um hlutverk trúnaðarmannanna og hvernig hægt er að ná í þá í tilkynningu stjórnar.

Trúnaðarmenn 2005
Landverðir eru nú í þann mund að hefja störf vítt og breitt í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum, og margir hverjir nú þegar komnir á sín svæði fyrir sumarið. Það er því ekki seinna vænna en að kynna fyrir ykkur trúnaðarmenn sumarsins. 
Eins og undanfarin ár er það í höndum stjórnar félagsins að tilnefna trúnaðarmenn sem eru tveir talsins. Trúnaðarmennirnir þurfa að vera starfandi landverðir og æskilegt er að annar trúnaðarmaðurinn sé starfandi í þjóðgarði en hinn á friðlýstu svæði.
Fyrir þetta sumar hafa Hrafnhildur Hannesdóttir og Karl Bridde verið tilnefnd okkar trúnaðarmenn. Hrafnhildur starfar í Herðubreiðarlindum og Öskju (1. júlí – 26. ágúst) en Karl (Kalli) í þjóðgarðinum Snæfellsjökli (t.om. 24. ágúst). Bæði eru þau þaulvanir landverðir og vel inní starfi félagsins sem og starfsemi Umhverfisstofnunar (UST). Í sumar koma þau til með að slá á þráðinn til ykkar hinna sem starfa á svæðunum til að fá fréttir af leik og starfi.
Trúnaðarmennirnir eru m.a. okkar tengiliðir til að tryggja að öllum líði vel í starfi, svo endilega leitið til þeirra ef vafi leikur á einhverjum atriðum varðandi kaup og kjör, samskiptamál eða aðra hagsumuni sem ykkur liggur á hjarta. 
Trúnaðarmenn fara jafnframt á þrjá fundi með UST yfir sumarið. Næstu fundir verða 20. júlí og 31. ágúst. Ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri á þessum fundum sérstaklega þá hafið samband við trúnaðarmennina í tíma. 
Einnig getið þið haft samband við formann félagsins (Elísabetu),  7. – 16. júní s. 471-1858 eða 16. júní – 15. ágúst í síma 853-6236.

Símar trúnaðarmanna:
Hrafnhildur Hannesdóttir
GSM:849-7824
Herðubreiðalindir og Askja: 854-9301 eða 853-2541

Karl Bridde
GSM:821-4777
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull: 436-6862 / 855-4260

Bestu kveðjur, gangi ykkur vel og njótið sumarsins!

Stjórn Landvarðafélagsins