Nú er skammt stórra högga á milli, gott fólk, og hér með tilkynnist að hausthefti fréttabréfsins ÝLIS er komið út.
Meðal efnis:
- Goðsögur á stjarnhimni, grein eftir Björk Bjarnadóttur
- Mín skoðun, eftir Dagnýju Indriðadóttur
- Viðtal við Elísabetu Kristjánsdóttur, formann L.Í.
- Tilkynningar frá Labbakútadeild og um heimsþing Alþjóðlegu landvarðasamtakanna í Skotlandi í júní 2006
- Og síðast en ekki síst: Tilkynning um haustlitaferð í Laka 8. október nk.
Nælið ykkur í nýja Ýlinn hér á landvarðvefnum, prentið hann út, lesið og njótið.