Landverðafundur 3.09.2014
Mættir: Allir (Linda Björk, Eva Dögg, Kristín Þóra, Sævar Þór og Torfi).
1 a) Mál á dagskrá: Sumarið
Kverkfjöll, samstarfi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs slitið þar. Landvörður gisti í hjólhýsi, það fór loksins á hvolf í veðrinu um helgina 30 ágúst.
Landeigendafélag Reykjahlíðar átti þessi hjólhýsi.
Gott samstarf þó milli skálavarða og landvarða. Þannig að það truflaðist ekki.
Það á að byggja nýjan skála upp í Drekagili fyrir landverði.
Vatnajökulsþjóðgarður á Snæfellsskála, keypti 2011 eða 2012.
b) Mikið að gera allsstaðar. Meðal annars í Skaftafelli..
Landverðir eru mjög uppteknir.
c) Dagbækur:
Ein er í Jökulsárgljúfri en hin er líklega að Teigarhorni.
d) Landvarðardagurinn: Lítið um viðbrögð. Erfitt að ýta á það.
Þeir sem höfðu dagskrá voru: Þjóðgarðinum Þingvöllum og Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Reyna að ýta undir að landvarðadagurinn verður meira bottom up en ekki öfugt.
Er hægt að beita Alþjóðalandvarðafélaginu fyrir okkur?
2 Fjármál
a) Fín staða. Ekki búið að greiða alla staði.
b) Hugmynd um valkröfu á gamla meðlimi félagsins vegna 40 ára afmælis 2016
3Haustfagnaður
Hvert á að fara? Þingvellir, Þórsmörk, leikir?
Salur…hvað má kosta. Hvað gerum við ráð fyrir mörgum?
Fólk þarf að staðfesta sig í ferð.
Rætt um hvernig á að bera sig við skipulagningu
Farið á Þingvöll og panta friðarhúsið (ef það er laust)
Mögulega skipst á stríðssögum og annað slíkt
1000 kall á félagsmenn
1500 kall á ófélagsmenn
4 Verkefni vetrarins
Stofnanasamningar. Ýta strax á Þingvelli. Ýta fljótlega á UST og VJP með samninga. Helst geta vísað í Þingvallasamninga.
Afmælisnefnd – Þórunn er komin í hana. Vantar fleiri og ýta henni af stað
Endurmenntun. Ekkert að gerast þar. Tala við Jón. Fá erlenda aðila hingað.
Halda landvörðum inni í umræðunni.
Þurfum að skrifa greinar. Vera í sambandi við ráðamenn þjóðarinnar.
Rætt um einmenningssvæði.
Heilsárslandverði.
5 Þarf plan og nefndarfundi.
Fimmtudaginn 2. október verður fundur með nefndum. Klukkan 18:00. Staðsetning: Kaffihús
6 Reglulegir fundir ákveðnir miðað er við fyrstu viku hvers mánaðar sem Eva er í fríi. Ákveðið er að hittast klukkan 16:00.
7 Annað –
Kári Úlfsson sækir um komast í landvarðafélagið. Hann er ekki með landvarðanámskeið á bakinu en hefur unnið nú í tvö sumur á Þingvöllum. Er hann samþykktur í félagið af stjórn.
Fundargerðir – setja þær á netið. Hafa þær lestrarhæfar og koma sem fyrst á netið.
Fundi slitið.