Stjórnarfundur 4. mars 2014

Landvarðarfélagið stjórnarfundur 04.03.2014

Mætt voru: Linda Björk, Sævar Þór og Torfi Stefán

Á dagskrá var annarsvegar Aðalfundur og hinsvegar fyrirkomulag styrkja vegna Króatíuferðar.

Skeggrætt var um fundarstað. Það þótti séð að hækkun á Lækjarbrekku gerði staðinn aðeins of dýrann til að halda þar aðalfund. Komu nokkrir staðir til greina eins og
Hornið: Ókeypis salur en þarf að kaupa veitingar (súpa dagsins á tæpar 1300)

Salur drúída: Salurinn kostar 20.000 en þá hefðu stjórnarmeðlimir tekið að sér veitingar og frágang. Líklegur kostnaður við efniskaup ekki undir 15.000.

Aðstaða í Fjölbrautaskólanum við Ármúla: Salur ókeypis. Ekki þó ljóst hvort það væri viðkomið að fara þangað. Efniskostnaður og vinna við frágang myndi lenda á stjórnarmeðlimum.
Ákveðið var á endanum að panta Hornið og fór Linda í það.

Einnig var rætt um að við þyrftum að fá einhverja í nefndir. En það virðist ætíð vera höfuðverkur að manna þær.

Rætt var um fyrirkomulag styrkja vegna Króatíuferðar. Benti Linda á að það þyrfti að gera einhverskonar úthlutunarreglu. Venjan hefði verið sú að greitt hefði verið eftir ferð. Tryggir það að þeir fái styrk sem raunverulega fara. Annað gæti leitt til vesens um að endurheimta styrk úr höndum þeirra sem myndu hætta við.
Þó voru rök með því að greiða fyrirfram því að þá gæti sá peningur nýst í sjálfri ferðinni.
Ákveðið var að semja einhverskonar drög en einnig kalla til álits alþjóðanefndar.

Önnur mál:
Spurning um að senda bréf á iðnaðarráðuneytið og bjóða fram aðstoð okkar en þó ekki síst að fá að vita hvert hlutverk landvarða á að vera í tengslum við fyrirhugaðann náttúrupassa. Mjög óeðlilegt að þetta mál sér ætt án aðkomu landvarða sem væntanlega munu lenda í eftirlitinu.