Stjórnarfundur 12. nóvember 2014

Stjórnarfundur 12.nóvember 2014

Mættir: Linda Björk, Sævar Þór og Kristín Þóra

  1. Greinar – stefnan er á að halda umræðunni um landverði á lofti. Ein leiðin er að reyna fá landverði til að skrifa grein og senda okkur til að setja á landverðavefinn og birta í fréttamiðlum. Komum með nokkrar hugmyndir að nöfnum og ætlar Sævar, Kristín Þóra og Linda að hafa samband við nokkra til þess að athuga hvort þau geti skrifað grein.
  2. Endurmenntun – talað við Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun varðandi endurmenntun landvarða og tók hann nokkuð vel í það. Hugmynd hjá honum er að nota líka einhvern grunn úr landvarðanámskeiðinu til að nota í endurmenntun, kynna nýjungarnar. Munum hafa samband við hann aftur varðandi endurmenntun.
  3. Önnur mál: Komin er aftur skriður á sameiginlegan fatnað landvarða hjá stofnunum þremur. Landvarðafélagið ætlar að taka saman þeirra hugmyndir um fatnaðinn og senda. Sævar sér um að koma þeim upplýsingum áleiðis.