Landvörður vikunnar, 27. júlí – 2. ágúst

Margt leynist undir jökli.

 

Landvörður vikunnar er Hringur Hilmarsson. Hann starfar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Hefuru unnið sem landvörður á fleiri stöðum á landinu?

Gullfoss og Geysir

Í stuttu máli, hvað gerir þú í þínu starfi?

Það er mikið um að upplýsa fólk um svæðið, og svo eru önnur verkefni svo mörg og mismunandi að það er erfitt að segja að maður gerir eitthvað eitt ákveðið.


Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?

Mér finnst alltaf gott að geta verið meira og minna úti allann daginn, og svo er starfið svo fjölbreytt að það er erfitt að fá leið á því.

en leiðinlegast?

Einstaka sinnum koma gestir sem sýna enga virðingu fyrir svæðinu eða starfinu okkar. En sem betur fer eru svoleiðis gestir ekki margir.

Hvað geriru á veturna?

Oftast reyni ég að vinna sem mest en seinasta vetur ferðaðist ég um suðaustur asíu.

Hvert er uppáhalds fjallið þitt?

Þau eru svo mörg að ég get ekki valið. En Keilir, Kirkjufell og Hekla hafa lengi verið í uppáhaldi.

Hvert er uppáhalds blómið þitt?

Fjörukál

Hver finnst þér að ætti að vera þjóðarfuglinn?

Hrafn eða Kría

Hver er þín sutta skilgreining á hvað það er að vera landvörður?

Að miðla upplýsingum til gesta og hafa allt til sóma á sínu svæði.