Umhverfisstofnun auglýsir starf á deild náttúruverndar

umhverfisstofnun_storf_i_bodi_litil

Af vef umhverfisstofnunar:

umhverfisstofnun_storf_i_bodi_litilLaust starf á deild náttúruverndar

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á deild náttúruverndar. Í boði er starf hjá stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi.

Helstu verkefni sérfræðingsins verða vinna við fræðslu á friðlýstum svæðum, friðlýsingar og afgreiðslu stjórnsýsluerinda á sviði náttúruverndar auk umsýslu og umsjónar með verkefnum landvarða.

Gerð er krafa um meistarapróf á sviði náttúruvísinda, s.s. í umhverfis- og auðlindafræði. Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:

* Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
* Þekking á opinberri stjórnsýslu
* Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
* Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri deildar náttúruverndar, Ólafur A. Jónsson, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is fyrir 16. maí 2010.