Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík.
Mætt: Elísabet, Kristín og Sveinn.
Dagskrá fundarins og umræður:
- Landvarðaþing
Lokaundirbúningur Landvarðaþingsins 19. og 20. mars. Síðustu lausu hnútarnir hnýttir. Um 25 manns hafa tilkynnt þátttöku. Lögð á ráðin með veitingar og innkaup skipulögð. - Aðalfundur 2004
Hugað að dagskrá aðalfundar og hann undirbúinn. Veitingastaðurinn Galileo varð fyrir valinu sem fundarstaður. Skýrsla stjórnar undirbúin, sem og kosning í stjórn og nefndir. Stjórnin hefur leitað til ákveðinna félaga um að gefa kost á sér í þau sæti sem losna og er útlitið í þeim efnum nú nokkuð bjart.
Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 22:00.
Ritari: Sveinn