Fundur stjórnar með Umhverfisstofnun 3. okbóber 2008

Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands og Umhverfisstofnunar 3. október 2008

Mættar: Fyrir hönd LÍ: Auróra Friðriksdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Ásta Davíðsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir
Fyrir hönd UST voru Sigrún Valgarðsdóttir, Ólafur Jónsson og Hjalti Guðmundsson.

Helstu mál

1.  Niðurskurður
Niðurskurður um 15 milljónir kemur til með að bitna á landvörslu, ekki komið í ljós hvernig það verður.

2.  Gullfoss og Geysir
Það er erfiðleikum bundið að ráða vant fólk þangað. Starfið felst mest í því að tína rusl og er UST að hugsa um breytingar tengdar því í framtíðinni. Einnig hefur eignarhald á Geysisvæðinu staðið landvörslu fyrir þrifum.

3.  Hornstrandafriðland
Jón Björnsson sérfæðingur réð til sín landeigendur í þau nýju landvarðastörf sem bættust við sl. sumar. Jákvætt við það er að fólk þekkir svæðið og á þar athvarf. Neikvætt er að þá vantar landvarðamenntun.

4. Fatnaður
UST er í viðræðum við Þingvelli og Vatnajökulsþjóðgarð um samræmingu á einkennisfatnaði landvarða í framtíðinni. Það kemur til með að gera landverði auðþekkta hvar sem er á landinu burséð frá því fyrir hverja þeir vinna og auðveldar það fólki að þekkja þá. Stjórninni leist vel á hugmyndina.

5.  Laufið
UST hefur verið að losa sig við Náttúruverndar laufið hægt og rólega og er stefnan að gera það alveg. Stjórnin taldi að það merki væri með eindæmum vel heppnað og lýsandi fyrir náttúruvernd og vildi eindregið að því væri haldið til haga og í notkun.

6. Samningur UST við Náttúrustofurnar
UST og Náttúrustofurnar skrifuðu undir samning þann 26. september 2008 um vöktun friðlýstra svæða. Í þessum samningi er kveðið á um meira samstarf í framtíðinni og kemur það líklega til með að breyta starfi landvarða að einhverju leiti meira í átt að rannsóknar-, vöktunar- og gagnaöflunarstörfum.

5.  Landvarðanámskeið
UST hefur einnig verið í viðræðum við aðra aðila um samræmdar kröfur um nám fyrir landverði. Stjórn ítrekaði vilja sinn til að koma að því ferli strax frá byrjun.

Ritari:  Ásta Davíðsdóttir