Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands laugardaginn 12. september 2008
Mættar: Auróra Friðriksdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Ásta Davíðsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir og Guðrún Lára Pálmadóttir.
Helstu mál
1. UST
Talið var að sumarið hefði gengið vel fyrir sig á svæðum UST, ekki komu fram nein ágreiningsmál þar.
2. Vatnajökulsþjóðgarður
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnar til að ná í Þórð Ólafsson framkvæmdastjóra þjóðgarðsins og fá fund með honum hefur það ekki tekist. Einn landvörður í þjóðgarðinum sagði upp störfum vegna ágreinings við framkvæmdastjóra.
3. Skaftafell
Miklar breytingar voru þar í sumar. Verið var að vinna í húsakosti og svo var aftur komið á fastri dagskrá með 2 til 3 gönguferðum og barnastundum í viku hverri. Fagnar stjórnin því að aftur sé komin fræðsludagskrá í Skaftafelli eftir nokkurra ára hlé.
4. Haustfundur
UST kemur sennilega til með að halda haustfund eða töðugjöld í október.
5. Skotar
Við fengum heimsókn tveggja landvarða, Nic Bullivant og Tony Wilson, frá Scottish Contryside Range Association, sem er vinafélag LÍ í Skotlandi. Fór Þórunn með þá í landsreisu og kynntu þeir sér störf lanvarða víða um land. Komið hefur til tals að vera með skiptilandvörslu milli Cairngorm National Park í Skotlandi og UST. Koma þá Mývatn og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull helst til greina.
6. Fræðsla
Rætt var um að efla þyrfti fræðslu landvarða og auka endurmenntun.
7. Bólivía
Komnar eru 100.000 kr. inn á sjóð fyrir alþjóðaráðstefnu landvarða í Bólivíu.
Ritari: Ásta Davíðsdóttir