Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands 2. desember 2008
Mættar: Auróra Friðriksdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Ásta Davíðsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir.
Helstu mál
1. Vatnajökulsþjóðgarður
Ákveðið var að halda áfram að reyna að fá fund með Þórði Ólafssyni framkvæmdastjóra þjóðgarðsins.
2. Skemmtinefnd
Skemmtinefnd ætlar að gera eitthvað eftir áramót. Uppástunga frá stjórn er t.d. að fara á Þingvelli að ganga eða Reykjanesið.
3. Málþing um landvörslu
Til stendur að halda málþing um landvörslu á vegum þjóðgarðanna þriggja. Einar Sæmundsen fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur haft samband við félagið út af undirbúningi þess. Fagnar stjórnin því að fá að koma snemma að undirbúningi þingsins og að fá tækifæri til að taka þátt í mótun þess.
4. Utanlandsferðir
Uppástunga var til Þórunnar Sigþórsdóttur að haldinn yrði félagsfundur þar sem hún skýrði í máli og myndum frá ferðum sinum til Danmerkur og Ungverjalands sl. sumar.
5. Noregur
Haldin verður Nordic-Baltic námsstefna 26-28 ágúst 2009 í Jötunheimum í Noregi. Þema hennar verður náttúrutúlkun í þjóðgörðum.
6. Bólivía
Alþjóðaþing landvarða verður í Bólivíu í nóvember 2009. Eins og efnahagsástandið er í dag er ekki vitað hversu margir munu fara á ráðstefnuna. Rætt var um hvort lágmarksþáttaka yrði að vera frá LÍ til að úthlutað yrði úr Bólivíusjóðnum.
7. Evrópuráðstefna landvarða 2010
Evrópuráðstefna verður í Kaliningrad í Rússlandi árið 2010.
Rætt var um að athuga þyrfti í tíma hvort ekki væri hægt að fá einhverja styrki til Evrópufararinnar og einnig í tengslum við norðurlanda samstarf (t.d. Leonard).
8. Nám landvarða
Rætt um nám landvarða og hvernig það eigi að vera. Fleiri stofnanir eru að sækjast eftir því að geta veitt landvarðarréttindi. Stjórn var sammála um að best væri að samræma þetta og að áhersla væri á gott bóklegt og verklegt nám.
Ritari: Ásta Davíðsdóttir