Stjórnarfundur 3. feb. 2004 (9. fundur)

Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík. 
Mætt: Davíð, Elísabet, Kristín og Sveinn

Dagskrá fundarins og umræður:

  1. Fyrirhuguð námsstefna/landvarðaþing
    Frekari umræður um námsstefnuna/þingið. Tilraunir til að fá fyrirlesara ræddar og spekúlerað í valkostum. Ýmislegt enn óljóst í þeim efnum. Næstu skref ákveðin. Hugað að ýmsum framkvæmdaratriðum.

    Þrír stjórnarmenn fóru á fund Árna Bragasonar, forstöðumanns náttúruverndarsviðs UST, 23. janúar. Hann lýsti sig samþykkan hugmyndum stjórnar LÍ um ráðstöfun styrksins frá Umhverfisráðuneytinu. Árni bauð félaginu afnot af húsnæði UST undir samkomuna, sem fyrirhuguð er 19. – 20. mars.

  2. Myndasýningarkvöld
    Stefnt er að myndakvöldinu fimmtudaginn 19. febrúar, hvað sem líður setningu Ljósahátíðar í Reykjavík. Fallið frá því að nota stofu í H.Í. undir samkomuna, að ósk sýnenda. Hugmyndir að notalegri samkomustað ræddar. Ákveðinni tillögu varpað fram og mun skemmtinefnd ganga í málið.
  3. Önnur mál
    • Lagabreytingar. Ákveðið að fela laganefnd að kanna hvort og þá hvernig breyta þurfi lögum félagsins til að samtök, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geti gerst styrktarfélagar Landvarðafélagsins. Þetta þarf að gerast í tæka tíð fyrir aðalfund.
    • Öryggismál. Öryggismálin rædd áfram. Sveinn lagði fram grein úr tímariti Skosku landvarðasamtakanna, þar sem fram koma athyglisverðar og ógnvekjandi tölur um árásir á landverði. Öryggismál landvarða eiga einmitt að skipa stóran sess á fyrirhugaðri námsstefnu.

      Á fundi með Árna Bragasyni 23. jan. spurðust stjórnarmenn fyrir um til hvaða aðgerða UST hygðist grípa til að auka öryggi landvarða. Árni gaf í skyn að þar yrði fyrst og fremst um að ræða úrbætur hvað varðaði fjarskipti (talstöðvar, farsíma o.þ.h.), þannig að landverðir gætu ávallt látið vita af sér og að hægt væri að ná í þá.

      Ákveðið var að reyna að fylgja þessum málum frekar eftir gagnvart UST þegar nær dregur sumri.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 22:30.
Ritari: Sveinn