Þann 21. júní sl. voru liðin 30 ár frá því að þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður. Laugardaginn 28. júní verður haldið upp á afmæli þjóðgarðsins með dagskrá í Ásbyrgi. Frá kl. 10 verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Kl. 14 verður farið í 2-3 klst gönguferð frá fyrirhugaðri Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis og gengið inn í Ásbyrgi eftir nýjum skógarstíg. Frá kl. 18 verða flutt ávörp á íþróttavellinum í Ásbyrgi og í boði verða Norður-Þingeyskar veitingar. Kl. 20 munu Álftagerðisbræður syngja nokkur lög á gamla danspallinum í Ásbyrgi og í framhaldi af því verður leikið á harmonikku, sungið og dansað. Nánar um afmælið og dagskrána… Sjá einnig sumardagskrá þjóðgarðsins…