Stofnun Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Skaftarfludir-2_300

Skaftarfludir-2_300Stofnun Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi sunnudaginn 14. nóvember nk.

Þann 28. júní sl. stofnaði hópur áhugafólks félagsskapinn  Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi.

Framhaldsstofnfundur og um leið fyrsti stóri félagsfundurinn  verður haldinn á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri  sunnudaginn 14. nóvember nk. kl. 14.

Markmið samtakanna er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst.  Þessum markmiðum hyggjast samtökin ná með því að:

  • Efla vitund almennings – einkum íbúa Skaftárhrepps – um  gildi náttúrunnar,  umhverfismál og náttúruvernd.
  • Veita stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald.

Stofnfélagar eru þeir sem undirrita stefnuyfirlýsingu Eldvatna fyrir árslok 2010.  Félagið er opið öllum lögráða einstaklingum er leggja vilja umhverfis- og náttúruvernd lið, í samræmi við markmið samtakanna og lög þeirra.

Gestir fundarins verða Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.  Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfangið eldvotn@gmail.com