Stjórnarfundur LÍ 24. mars 2007

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands, 24. mars 2007 kl. 12:30

Mætt:  Auróra Friðriksdóttir, Ásta Davíðsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Elías Már Guðnason, Kári Kristjánsson, Þórunn Sigþórsdóttir.

1. Aðalfundur UST
Þórunn fór yfir helstu atriði sem komu fram á aðalfundi Umhverfisstofnunar 23.mars 2007.  Þar sem Davíð Egilsson og Árni Bragason láta af störfum um þessar mundir var ákveðið að senda þeim skeyti þar sem þeim er þakkað gott samstarf á liðnum árum og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

2. Aðalfundur LÍ
Fundurinn verður haldinn þann 27.mars 2007 kl. 19 á efri hæð Lækjarbrekku.  Ellý Katrín Guðmundsdóttir nýr forstöðumaður Umhverfisstofnunar mun koma og kynna sig.  Friðrik Dagur Arnarsson sér um fundarstjórnun.  Rætt var um hvort fækka ætti nefndum innan LÍ.  Ákveðið var að taka það mál upp á aðalfundinum.

3. Ferð á fund dönsku landvarðasamtakanna í apríl
Danirnir hafa ákveðið að greiða fyrir uppihald beggja fulltrúa LÍ.  Norræna ráðherranefndin greiðir flugfarið fyrir fulltrúana.

4. Fundarhöld
Umræður spunnust um hvort það ætti að taka upp fundi þar sem landvörður á tilteknu svæði segir frá starfinu á svæðinu.  Ekkert var ákveðið í þeim efnum.

5. Ferðalög erlendra landvarða til Íslands
Ekki er ljóst hvort Skotarnir sem ætluðu að kíkja til landsins munu láta verða af því.  Formanni barst bréf frá amerískum landvörðum sem Skotlandsfarar síðasta árs kynntust lítillega.  Að sögn höfðu allir íslensku landverðirnir sagt þeim að þeir yrðu að koma til Íslands, og því létu þeir verða af því!  Ákveðið var að láta landverði úti á svæðum vita af ferðum þeirra þegar nær dregur.

6. Sveitarfélög og landvarsla
Rætt var um að senda sveitarfélögum bréf til að vekja athygli á landvörslu.  Í því bréfi mætti benda á það hvernig þessum málum er háttað í öðrum löndum, ásamt því að ræða um svæði sem sveitarfélög hafa komið að ráðningum landvarða, s.s. á Reykjanesi og á Hornströndum.  Bent var á að hafa mætti fund með Sambandi íslenskra sveitarfélaga eða senda bréf til þess.  Einnig mætti ræða við skógræktarfélög og Landgræðsluna.

7. Ráðstefna um skipulagsmál í Lakagígum
Kári Kristjánsson fjallaði um helstu atriði þeirrar ráðstefnu.  Þar var rætt um vegalagningu og í hve mikla uppbyggingu á að fara í vegamálum.  Setja á ræsi í minni ár, en þær stærri verða óbr  Þjónustumiðstöð á að vera staðsett sunnan Lakagíga.

8. Menntun landvarða
Með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs verða gríðarmiklar breytingar varðandi aðkomu stofnanna að landvörslu.  Umhverfisstofnun mun þannig koma til með að stjórna litlum hluta þeirra svæða sem hún ræður yfir í dag.  Þetta hefur áhrif á það hvernig menntun landvarða verður háttað og var það rætt á fundinum.  Rætt var um það að ekki væri óeðlilegt að það væru gerðar einhverjar kröfur til landvarða um menntun þeirra.

9. Vatnajökulsþjóðgarður
Í þjóðgarðinum verða fjórar meginstarfstöðvar hver með sínum þjóðgarðsverði.  Rætt var um að hefja viðræður við Umhverfisráðuneytið um framtíðina í þessum efnum, enda er ýmislegt enn óljóst varðandi þessi mál.

Fundi slitið kl. 15:30
Ritari: Ásta Rut