Stjórnarfundur 9. sept. 2005 kl. 18

Fundarstaður:  Kaffi Nauthóll, Nauthólsvík

Mættir: Áki Jónsson, Ásta Rut Hjartardóttir, Dagný Indriðadóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir
Dagskrá og umræður:

1. Haustferð
Kári Kristjánsson er tilbúinn að leiða ferð í Lakagíga.  Ákveðið var að þessi ferð yrði síðustu helgina í september (24.-25. september) eða fyrstu helgina í október (1.-2. október).  Ákveðið að tala við vefstjóra og senda út tilkynningu um þetta með vali um dagsetningar.  Ef þetta gengur ekki var ákveðið að athuga með ferð í Hengilinn, þá mætti t.d. fá leiðsögn um Nesjavallavirkjun og fara í „adrenalíngarð“ sem þarna er.

2. Ferðasjóðurinn
Samþykkt að ferðasjóðurinn verði lagður inn á sér reikning, og verði þannig aðskilinn frá öðrum fjármunum félagsins.  Einnig var ákveðið að ferðasjóðinn má bara nota til annarra mála en ferðalaga til endurmenntunar félaga komist félagið í verulegar fjárhagskröggur. 
Á fundinum var einnig rætt um að hvetja til þess að styrkjum verði safnað fyrir Skotlandsferð, en sú ferð verður á ráðstefnu um landvarðamál í Skotlandi í júní á næsta ári.  Rætt verður við Hönnu Kötu og Hildi um það hvort þær séu tilbúnar til að vera í forsvari fyrir þetta.

3. Skotlandsferð
Ákveðið var að festa 10 sæti í þessa ferð og kynna þau svo í Ýli.  Þarna gildir því lögmálið um það að fyrstur kemur fyrstur fær.  Áki dreifði bæklingum um þessa ferð til stjórnarmeðlima.

4. Gönguhópur
Karl Bridde hefur gengið í gönguhópinn og hefur hugmyndir um það hvernig starfsemi hans getur verið háttað.  Dagný ætlar að ræða við hann til að fá upplýsingar um dagskrá hópsins.

5. Dagsetning á atburðum
Samþykkt að hafa jólaglögg föstudaginn 16. desember.

6. Endurmenntun landvarða
Ákveðið var að ræða við UST vegna endurmenntunar, t.d. um það hvort að hægt sé að endurtaka samstarfið við Leiðsögumannaskólann.

Fundi slitið um kl. 20:30
Ritari:  Ásta Rut