Stjórnarfundur 9. nóvember 2005 kl. 20:00

Fundarstaður: Kaffi Nauthóll
Mætt: Áki Jónsson, Ásta Rut Hjartardóttir, Dagný Indriðadóttir, Elísabet Kristjánsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir.

Dagskrá og umræður:

  1. Félagsaðild. Ákveðið var að bíða aðeins með að taka þá sem ekki hafa borgað félagsgjöld út af félagaskrá.  Verður tekið aftur fyrir í desember.  Einnig var ákveðið að senda þeim sem unnu við landvörslu í sumar en eru ekki í Landvarðafélaginu bréf þar sem þeim er boðin félagsaðild.
  2. Breytingar í stjórn. Dagmar Sævaldsdóttir hefur látið af störfum í stjórn Landvarðafélagsins af persónulegum ástæðum.  Dagný Indriðadóttir hefur tekið sæti hennar sem meðstjórnandi.
  3. Skotlandsferð 14. -21. júní 2006. Landverðir ætla að fjölmenna á alheimsráðstefnu landvarða sem fram fer í Skotlandi á næsta ári.  Farið var yfir fjölda þeirra sem ætla í ferðina.  Ferðalangarnir verða að borga staðfestingargjald, 160 pund fyrir áramót.  Rætt var um möguleika á styrkjum og hvar þá mætti helst finna.  Ákveðið að vinna frekar í þeim málum.  Einnig var ákveðið að athuga hvort Hildur Þórsdóttir væri ekki til í að taka að sér tölvusamskipti við skipuleggjendur ráðstefnunnar.
  4. Vefsíða Landvarðafélagsins. Ákveðið var að greiða Sveini Klausen 25.000 krónur fyrir gerð nýrrar og glæsilegrar heimasíðu Landvarðafélagsins.
  5. Jólaglögg. Hið árlega jólaglögg Landvarðafélagsins verður í þetta sinn notað til fjáröflunar fyrir Skotlandsfarana.  Lagt var til að þeir myndu sjá um framkvæmdina.  Einnig var rætt um að gaman væri að gera aðeins meira úr þessum viðburði heldur en verið hefur, t.d. með því að halda myndasýningu (enda eru landverðir sérlega víðförulir) og halda bingó.
  6. Umhverfis og náttúruverndarnefnd. Hrafnhildur Hannesdóttir, meðlimur í nefndinni, vinnur að því að fá fleiri meðlimi í nefndina.
  7. Töðugjöldin. Rætt var um það hvað þar fór fram.

Fundi slitið 21:40.
Ritari: Ásta Rut