Stjórnarfundur 31. janúar 2006 kl. 19:00

Mætt: Áki Jónsson, Ásta Rut Hjartardóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir.
Fundarstaður:  Litli ljóti andarunginn

Dagskrá og umræður:

1. Skotlandsferð
11 landverðir munu halda til Skotlands á alþjóðaráðstefnu landvarða í Stirling í Skotlandi 14.-21. júní 2006, en í ár er tíu ára afmæli skiptilandvörslu á milli Landvarðafélags Íslands og skosku landvarðasamtakanna.  Ákveðið var að félagið styrkti sendinefndina um 110.000 kr., ásamt því að styrkja landverði frá þróunarlöndunum til að komast á ráðstefnuna, um 10.000 kr., en söfnun handa þeim stendur yfir.  Bæði félög og einstaklingar geta styrkt landverðina frá þróunarlöndunum.
Áki mun sjá um að rukka inn staðfestingargjöldin.

2. Greiðsla félagsgjalda
Ákveðið var að fella niður kröfur á hendur þeim sem eiga eftir að borga félagsgjöldin. Þeim á að senda bréf. Nauðsynlegt er í því sambandi að leggja áherslu á að Landvarðafélag Íslands er stéttarfélag.

3. Landvarðanámskeiðið
Rætt var um það hvernig Landvarðafélag Íslands kemur að því. Einnig voru skoðuð fyrstu drög námskrárinnar sem vinnuhópurinn hefur skilað sem gerð var fyrir námskeiðið nú í haust og var það mál stjórnarmanna að verið væri að vinna mikið og þarft verk. Hugmyndin er að námskráin og námskeiðsfyrirkomulagið verði kynnt og rætt meðal félagsmanna í L.Í. þegar vinnan er lengra komin.

Fundi slitið kl. 20:00
Ritari: Ásta Rut