Stjórnarfundur 9. nóv. 2004 kl. 20:30 (6. fundur)

Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík. 
Mætt: Kristín Guðnadóttir, Sveinn Klausen, Elísabet Kristjánsdóttir, Dagmar Sævaldsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir.

Dagskrá og umræður:

  1. Farið yfir fundargerð og mál síðasta stjórnarfundar. Fundargerðin samþykkt.
  2. Ráðningarmál í Skaftafelli og á Mývatni. Athuga með að senda bréf til Umhverfisstofnunar og óska svara þar að lútandi.
  3. Framtíð landvarðavefsins rædd því Sveinn vefstjóri hefur alfarið séð um að setja allt á vefinn, en hann biður nú um lausn frá því embætti. Sveinn fær fullt samþykki stjórnar og umboð til að kanna kaup á lausn. Einhver stofnkostnaður verður en hann kemur betur í ljós síðar. Stefnt er að því að hafa landvarðasíðuna sem best úr garði gerða.
  4. Stefna félagsins í náttúruverndarmálum rædd og ákveðið að leggja til fyrir næsta aðalfund að stofnuð verði sérstök nefnd til að sinna málaflokknum.
  5. Taka þarf ákvörðun um hvaða atriði verða tekin fyrir á landvarðaþingi í vor. Athuga að fá fyrirlesara fyrir þingið. Styrki fyrir þingið á að kanna á sem flestum stöðum. Stjórnin  telur náttúrutúlkun og annað henni tengt mestu þörfina. Rætt var hvort hægt verði að fá fyrirlesara í umhverfistúlkun frá Bandaríkjunum en fallið var frá því vegna kostnaðar. Rætt um mögulega dagsetningu landvarðaþings og aðalfundar sem talið er að fari sem best saman. Athuga með að veita viðurkenningar.
  6. Rætt var um námskeið um bílaviðgerðir og reddingar en ef slíkrar þekkingar er krafist í starfi ber í raun vinnuveitanda að halda viðeigandi námskeið.

Fleira var ekki rætt.
Ritari: Dagmar Sævaldsdóttir