Stjórnarfundur 7. sept. 2004 (4. fundur)

Fundarstaður: Ari í Ögri. 
Á fundinn mættu: Kristín Guðnadóttir formaður, Sveinn Klausen gjaldkeri, Elísabet Kristjánsdóttir og Áki Jónsson meðstjórnendur, Rebekka Þráinsdóttir varamaður. Fundarritari var Rebekka Þráinsdóttir.

Dagskrá fundarins og umræður:

  1. Kjaranefnd – nýir kjarasamningar
    Ekki er annað vitað en að ánægja sé með samningana, ekki hafa þó allir haft tækifæri til að kynna sér þá. Rætt um að birta þá á landverdir.is með útskýringum.
  2. Fundir stjórnar og trúnaðarmanna með UST
    Haldið verður áfram á sömu braut. Það hefur komið fram að UST vill frá landverði í vinnuhóp um húsnæðismál landvarða. Samkomulag varð um að biðja Kára að verða fulltrúi félagsins.
  3. Menntamál landvarða
    Sú tillaga komi frá UST að landverðir stofni vinnuhóp í tengslum við menntun landvarða. Ýmsar uppástungur varðandi hverjir skuli skipa þann hóp. Verið er að vinna í málnu.
  4. Fundur með nýjum umhverfisráðherra
    Takist að fá fund með honum á m.a. að ræða eftirfarandi:
    • Mývatn – landvarsla þar.
    • Þingvallaþjóðgarður vs. öllur önnur friðlönd og þjóðgarðar á landinu með tilliti til fjármagns.
    • Fjölgun landvarða.
    • Lengja það tímabil sem landverðir eru starfandi á ári hverju.
    • Gullfoss og Geysir – þetta eru ein fjölförnustu svæði landsins en þeim er þó tæpast nógu vel sinnt hvað landvörslu snertir.
  5. Landvarðaþing
    Enn eru til peningar eftir síðasta „þing“ sem fór vel í fólk. Stefnt er að því að blása til nýs þings, og kallað var eftir tillögum um viðfangsefni. Nefnt var m.a.:
    • Bílanáskeið og reddingar.
    • Barnastarf.
  6. Félagsstarf – vetrarstarf
    • Elísabet stakk upp á að stofna gönguhóp til að rífa upp stemmninguna og koma blóði og anda á hreyfingu og flug. Elísabet mun verða forystusauður í þeim hópi og fá með sér vaska verði. Stefnt á að ganga einu sinni til tvisvar í mánuði.
    • Skemmtinefnd mun svo sjá um haustfagnað, jólafagnað og fræðslukvöld.